Lífið er gott.
Veðurblíðan geislar inn um gluggann. The Kinks hljóma í eyrunum. Maður er alltaf lánsamlegur, hress og lífsglaður. Jafnvel einfaldir hlutir eins og græni boltinn hérna við tölvuna gera mig hamingjusaman. Að sjá fótbolta skjótast upp fyrir utan gluggann, á þriðju hæð, kætir mig. Að teikna reglulega. Taka myndir. Skoða myndir. Hitta vini mína. Lesa. Láta sér detta í hug nýjar leiðir til að koma Sif á óvart í vinnunni hennar. Þetta allt gefur lífinu mínu tilgang. Einhver myndi segja, 'Jón, þú ert einfaldur.'
Og ég myndi svara, 'Já, það má vera. Er ég verri fyrir það?'
Ha? Hætta? Já, ok. Ekkert mál. Ég skal gera mitt besta í því.
sunnudagur, 24. apríl 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli