mánudagur, 25. apríl 2005

Það var hringt í mig í dag

Já, það vildi svo til að ég var í skólanum í dag, jarðfræðikennarinn minn, Auður, hleypti okkur út í frímínútur. Ég fór niður í Matgarð og settist niður til að spila Hver er ég? við ansi tapsára unga stúlku. Þegar síminn hringdi.

Svo skellti ég mér loksins í ræktina, eitthvað sem ég hef lengi þurft á að halda en aldrei virkilega áttað mig á. Kópavogslaugin er með þennan alveg fína æfingasal og held ég barasta að ég fái mér eitt stykki kort þar. Langt síðan ég hef fengið almennilega æfingu.

Já, og það var kona úr Götuleikhúsinu sem hringdi og bauð mér að koma, ásamt þrem öðrum krökkum úr hópnum og leiðbeinanda, til London í heila viku með fríkeypis farmiða, gistingu og mat. Og á launum.

Þetta virðist ætla að verða helvíti gott sumar.

Tilvitnun dagsins: Joey: 'London, baby!'

Engin ummæli: