Ég held beinlínis að ég neyðist til að kíkja á kvikmyndahátíðina út í Háskólabíó. Var búinn að segja sjálfum mér að ég kæmist ekki á neitt af þessum geðveiku myndum sem er verið að sýna, sökum peningaskorts. En mig langar bara svo sjúkt að sjá þessar myndir, að ég segi bara skítt með peningana.
Næstu helgi mun herbergið mitt hýsa Argentínska tango-hljómsveit. Guð má vita afhverju þeir gista hjá okkur, en þeir gera það og ég verð að víkja. Þá sef ég beint við hliðina á heimilistölvunni, sem þýðir að ég enda örugglega vakandi kl. 3 um nóttina, að blogga einhvern skít.
Geðsýki dagsins - Hvernig Sub-Zero, eða Alkul eins og ég kýs að kalla hann, var drepinn í Mortal Kombat myndinni. Geðsjúk pæling í annars hrikalega slappri mynd.
sunnudagur, 10. apríl 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli