mánudagur, 11. apríl 2005

Ég er ekkert of merkilegur með mig til að blogga, svona til að leiðrétta þann misskilning - Ég er bara latur

Núna fer að líða að skólalokum, og þá þarf maður að fara að undirbúa mörg verkefni. Fyrirlestrar og svoleiðis skítur. Sjónvarpsfyrirlesturinn í Eðlisfræði ætti að vera auðveldur, en jafnframt skemmtilegur. Genalækningar eru með því mest óspennandi sem ég hef nokkurntímann kynnst, en þó skemmtilegra en margt sem var í boði í Líffræðifyrirlestrinum.

En ég hlakka tvímælalaust mest til að gera lokaverkefnið okkar í Leiklist. Ég, Einar, Elías og Aron munum stefna yfir í eitthvert elliheimili, með myndavél og eitt stykki aldraðan karakter í hausnum, og munum taka upp eina mockumentary, eins og þetta heitir víst. Vonandi verður ekki mikið mál að fá gamla fólkið til að samþykkja komu okkur.

Sniðug áhugamál - Að perla; Að búa til bókarmerki

Hlekkir þessa dags:

Engin ummæli: