
Endaði með því að ég þrykkti þriðju koktelsósunni í fávitann. Hann horfði agndofa á mig áður en hann strunsaði burt.
Þess vegna, þegar ég var í Skífunni um daginn, vorkenndi ég, en um leið dáðist að, greyið starfsmanninum sem þurfti að sinna þroskaheftri konu sem átti erfitt með að sætta sig við það að diskurinn sem hún var að skipta dugði ekki fyrir diski sem hana langaði verulega í. Burtséð frá öllum andlegum erfðileikum hennar, þá var augljóst að hún hefur verið alin upp á því að fá hvað sem hún vill. Svo að þegar hún fékk ekki diskinn sinn fór hún strax að hágráta. Ekki neinn óáberandi grátur, heldur ómaði hann um alla búðina.
Þarna hefði ég strax verið búinn að gefa henni ágætan afslátt svo að hún hefði átt efni á diskinum sínum, og ég hefði getað losnað við hana.
En afgreiðslumaðurinn hélt algjörri ró, og labbaði með henni að öðrum diskum til að sjá hvort henni líkaði við eitthvað innan þeirra peninga sem hún hafði. Hún þverneitaði öllum öðrum diskum og hélt áfram að gráta. Þegar hún var loks búin að fá nóg, en samt ekki alveg, ætlaði hún að strunsa út en snéri sér svo við og henti veskinu sínu inn í búðina, í áttina að gaurnum. "Nei, heyrðu nú mig." segir hann með blíðri og rólegri röddu, áður en hann teygir sig í og réttir henni veskið sitt. Hún kastar því aftur, og gaurinn nær í veskið aftur.
Ég veit ekki hversu lengi þetta hélt áfram, en þessi starfskraftur á skilið hrós fyrir að meðhöndla þessar aðstæður af tærri snilld. Ég hefði orðið svo þreyttur og pirraður, og á endanum bara hent henni út. Ég veit að það er ekki rétt aðferðin í svona aðstæðum, en ég bara hefði ekki getað staðið þarna og þolað öskrin í henni. Maðurinn fær eitt stórt klapp fyrir að hafa ekki gefið undan og slátrað verðinu á diskinum í hennar hag.
Kannski er málið að senda gaurnum eitt stykki blóm, fyrir dugnað í afgreiðslustörfum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli