Já, hér kemur þessi reglulega færsla þar sem ég blaðra geðveikt lengi um hvað mér líður bara mjög vel, akkúrat þessa stundina, á fullt af góðum vinum, með góð áhugamál og almennt bjarta sýn á lífið.
Páskafríið er búið að vera ágætlega vel heppnað. Komst reyndar ekki almennilega í gírinn fyrr en aðeins of seint, en það skiptir mestu að hafa byrjað á að gera eitthvað loksins. Svo eru foreldrar mínir komnir heim, og það er svakalega gaman að fá þau aftur heim.
Vá, ég hef ekki tekið strætó í alltof langan tíma. Hlakka eiginlega bara til að komast aftur í skólann á miðvikudaginn. Ekki það að ég hafi neitt rosalega gaman af að læra, en það er bara eitthvað svo hressandi að mæta og hitta allt liðið aftur.
mánudagur, 28. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli