föstudagur, 25. mars 2005

Svefn

Jæja. Fimmtán tíma svefn gerði kraftaverk. Mér líður eins og glænýjum manni. Gjörbreyttur alveg. Vaknaði kl. 11 og var alveg til í slaginn. Ætlaði að kíkja upp í Smáralind aftur, og teikna alveg þúsund blaðsíður, en svo virðist sem að allir staðir séu lokaðir á Föstudeginum langa.

Rosalega er þetta eitthvað týpískt ég. Að vera geðveikt ferskur og hress þegar Jesús dó.

Þegar maður er búinn að vera einn heima í tvær vikur, með ekkert annað en spaghettí, pizzur og núðlur að borða, þá hellist yfir mann ákveðin tilfinning. Söknuður. Ég sakna þess að fá heitan mat, algörlega án fyrirhafnar. Ég sakna þess að hafa röð og reglu á heimilinu. Ég sakna þess að hafa einhvern til að skipa mér að vaska upp, í staðinn fyrir að leyfa diskunum að hrúgast upp þangað til að það tekur klukkutíma að vaska upp. Ég sakna þess að þurfa að berjast um hver fær að vera í hvaða tölvu. Svo að núna er ég óendanlega spenntur, farinn að hlakka alveg rosalega til, að fá foreldra mína heim á morgun.

Hringitónninn - Pac-Man stefið

Engin ummæli: