fimmtudagur, 24. mars 2005
Góður dagur
Það sem byrjaði sem ósköp skítsæmilegur dagur, með íbúðarþrifum og öllu tilheyrandi, breyttist snarlega í frekar góðan dag. Ég ákvað að setja mér markmið. Að fylla heila blaðsíðu af teikningum, á svona u.þ.b. hverjum degi. Íbúðin mín var ekki beint mest spennandi staður fyrir þetta, þannig að ég skellti mér upp í Smáralind. Ég meina, hvaða staður gefur manni meiri andgift en risahús byggt eftir lögun reðurs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli