miðvikudagur, 23. mars 2005

Vélmenni

Var rétt í þessu að koma af hinni stórgóðu tölvuteiknimynd Robots. Skemmtileg mynd í alla staði, og ótrúlega vel gerð alveg frá stærstu vélmennum niður í minnstu smáatriðin. En mig langaði helst að ræða þetta fyrirbrigði. Tölvuteiknimyndir.

Hingað til hafa þær alltaf verið mjög góðar, en nú er maður farinn að verða mjög hræddur um að þetta verði allt mjög þreytt með tímanum. Maður er farinn að sjá, í það minnsta, þrjár slíkar teiknimyndir á hverju ári og allar taka þær fyrir einhvern hversdagslegan hlut og búa til eitt stórt samfélag úr honum. Fiskasamfélag, samfélag ævintýrasagna, leikfangasamfélag. Og þó það spretti oft á tíðum mjög góðar hugmyndir úr þessum myndum, þá hljóta nú að vera einhver takmörk fyrir því hversu margar myndir um ómennska hluti þú getur gert án þess að það verði leiðinlegt. Og sumar eru farnar að verða frekar tæpar á því, nú þegar.

Helsti gallinn við þetta allt er að þær reyna endalaust að höfða til eins margra aldurshópa og mögulegt er. Það kemur svo niður á handritinu, og þá skiptir ekki máli hversu mikið af úrvalsleikurum þú ert með í myndinni. Hún verður ekki fyndin. Ég vona að þetta eigi eftir að breytast og að stúdíó eins og Pixar, sem verður brátt laust frá Disney risanum, fari að taka að sér öðruvísi verkefni. Að sjálsögðu er mesti gróðinn í því að gera myndir sem höfða jafnt til barna, sem og fullorðna. En ég er viss um að ef stúdíóin fengu að ráða myndu þau líka gera myndir sem höfða til annarra aldurshópa en barna.

Hugsið ykkur, t.d., ef Pixar myndi gera teiknimynd eftir handritum Woody Allens. Eða Wes Anderson.

Myndirnar - Robots; Dr. Strangelove: Or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb; A Shot in the Dark

Leikarinn - Peter Sellers (tvímælalaust uppáhaldsleikarinn minn)

Lagið - Eitthvað lag með Casabian, sem er alltaf á X-FM

Engin ummæli: