miðvikudagur, 23. febrúar 2005

Víndrykkja, puttaferðalangar um geiminn og myndasögur

Sideways - Mjög skemmtilegir og góðir karakterar, góð samtöl og myndin varð betri og betri með hverri sekúndu.

Væntanlegar í bíó:

Hitchhiker's Guide to the Galaxy
- Mynd eftir einni fyndnustu bók, og útvarpsþáttum, allra tíma, handritið að hluta til skrifað af höfundi bókarinnar Douglas Adams. Í stíl við útvarpsþættina og bækurnar er myndin ekki nákvæm eftirmynd af neinu áðurútgefnu efni, en t.d. má nefna að Adams bætti við tveimur nýjum karakterum og fullt af nýjum hugmyndum, fyrir kvikmyndahandritið. Þessi kemur á klakann 6. maí, afmælisdaginn minn. Sem dæmi um leikara má nefna Martin Freeman úr The Office, sem Arthur.

Sin City - Vissi ekkert um þessa fyrr en ég sá sýnishornið úr henni og það fór alveg með mig. Ótrúlegur stíll á þessu, enda augljóslega verið að reyna að flytja stílinn úr samnefndri myndasögu yfir á kvikmyndaformið. Lofar mjög góðu.

Engin ummæli: