laugardagur, 26. febrúar 2005

Íslandsvinurinn Jón

Notkun orðsins íslandsvinur fer í mínar fínustu taugar.

Nóg er að einhver merkilegur millilendi hér á landi til að teljast vinur þessarar kæru eyju. Þetta er vægast sagt mjög fáranlegt.

Ég horfði svo á eitthvað enn fáranlegra, og það var heill þáttur af The Bold and The Beautiful. Ótrúlegur þáttur. Held ég hafi aldrei skemmt mér jafnvel yfir jafnslæmu sjónvarpsefni. Setningar á borð við "I put two and two together and come out with five." í bland við svipi sem fá kímnislausustu manneskjur til að skella upp úr, gera þennan þátt algjörlega að því sem hann er. Hápunktur þáttarins var svo þegar fyrrverandi kærasti látinnar stúlku kemur, eftir ábendingar fyrrum barnfóstru krakka þessarar stúlku, að vitja krakkans síns sem er mitt á milli núverandi fósturforeldra sinna, sem eru á kaffihúsi í miðjum klíðum við að plana brúðkaupið sitt sem fyrrum barnfóstru liggur mjög á að eyðileggja.

Til að gera stutta sögu ennþá styttri, þá eru sápuóperur geðsjúkar.

Engin ummæli: