miðvikudagur, 23. febrúar 2005

R.I.P

Hinn hvíti marskálkur músíkar hefur sungið sitt síðasta.

Það hlaut nú að koma að því að blessaða krílið myndi gefa sig algjörlega, enda keypt notað greyið. En ég hafði nú vonað að það myndi tóra í sem minnst væri út sumarið.

Ekki er öll von úti hinsvegar, ég gæti mögulega komið því í viðgerð í útlandinu en ég er ekki viss um að ég eigi neitt slíkt er kallast ábyrgðarskírteini til að spara mér aurinn þannig að ég held ég leggji ekki í það. Hinsvegar getur vel verið að einhver maður hér á lanndi, skýr í kolli sínum, kunni að vinna bug á þessu grafalvarlega vandamáli mínu með einhverjum svartagaldri.

Hafið öngvar áhyggjur því ég er ennþá að vinna í málinu. Rannsóknin er ekki hætt. Ég gefst ekki upp!

Engin ummæli: