Robin Nolan og teymið hans mættu á Cafe Rosenberg í gær og spiluðu sín þrusugóðu lög, og var stemningin engu síðri en síðasta sumar. Robin Nolan á þjóðlagagítar, Kevin Nolan á gítar, Símon á kontrabassa og svo Danny Lapp á fiðlu og trompet. Þeir enduðu settið á því sama og seinast, með því að stilla sér þrír upp við einn gítar, og spiluðu allir þrír saman á þennan eina gítar. Í miðju lagi tekur Daniel Lapp síðan upp trompettið sitt og blæs í það á meðan hann spilar á gítarinn. Ekkert nema magnað.
Egill Halldórsson, jólalagahöfundur Rásar 2, tjáði mér svo um daginn að væntanlegur væri nýr diskur með Ben Folds. Þetta eru mjög góðar, og mikilvægar fréttir.
Mætingarprósentan mín slefaði niður í 99% um daginn, þegar kennarinn minn hélt því fram að ég hefði mætt seint, sem var að sjálfsögðu kjaftæði, en hefur núna rétt sniglast aftur upp í 100%, þar sem seint á mætingareinkunnarskalanum er agnarsmátt og ómerkilegt. Ef fólk vill veðja upp á það hversu lengi mér tekst að halda þessari prósentu, þá eru veðbankar opnir í dag til kl. 19:00 og á morgun til kl. 18:30.
Spilakassinn: Robin Nolan Trio - Wild Rice Blues
miðvikudagur, 2. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli