Ég hata vind!
Vindur er eina ástæðan fyrir því að veður á Íslandi toppar öll met í að vera viðbjóður og ógeð. Það hafa allir lent í rólegri snjókomu, hún er ekkert hræðileg. Bara nokkur róleg snjókorn, getur jafnvel verið frekar mikið af þeim, sem tylla sér rólega á öxlina þína. En um leið og þú bætir vindinum inn í jöfnuna, þá ertu kominn með viðbjóð sem flýgur beint í augað á þér. Sama gildir um regn. Gene Kelly hefði aldrei getað sungið í regni ef vindi hefði verið bætt við. Aðstæðurnar hefðu verið allverulega breyttar og maðurinn hefði bara fengið lungnabólgu áður en hann næði út úr sér fyrsta tóninum. Og ef það væri ekki fyrir vind, þá væri engin andskotans dragsúgur, engar fjandans hurðir að skella út um allt og ekkert skrölt í illa lokuðum gluggum.
Og hvað í helvítinu eru nágrannarnir mínir alltaf að vinna við þarna uppi?! Hættið að lemja klossum í gólfið, takk.
miðvikudagur, 2. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli