mánudagur, 14. febrúar 2005

Ég er að verða 20 ára

Ég er ekki vanur að "fríka út" þegar ég eldist um eitt ár, en alltíeinu er ég farinn að finna fyrir þessari skrítnu spennu sem myndast við þetta frekar mikilvæga tímabili í lífi mínu.

Venjulega leit ég bara á þetta sem geðveikt góðan aldur, því jú, ég get keypt mér áfengi, komist inn á allskyns búllur án þess að stofna til vandræða og ég er almennt séð orðinn eldri maður, sem er bara töff.

En á hinn bóginn þá finnst mér alltíeinu eins og ég eigi að vera eitthvað ábyrgari en ég hef verið undanfarið. Eins og ég þurfi skyndilega að vera mjög varkár með peningana mína. Þetta er einhvernveginn ekkert í eðli mínu, að vera skipulagður og varkár og því finnst mér mjög erfitt að hugsa til þess að vera orðinn fullorðinn í aldri.

Æji, hvað er ég að bulla? Það er enginn að pressa á mig að þroskast. Ég geri það bara á mínum hraða, og þið hin getið bara átt ykkur.

Fífl.

Engin ummæli: