Ég veit ekkert hvort ég ætti að vera að blogga, því þetta endar örugglega sem eitthvað geðveikt biturt blogg.
Lagningardagarnir voru bara mjög sniðugir. Kúrekaþemað var alveg að gera sig, og toppurinn á því var Lú-Barinn, með tilheyrandi ekta-vestra hurð. Hinsvegar var spilaherbergið, sem ég sá um á Fimmtudaginn, ömurlegt. Ég var svo þreyttur að ég nennti ekkert að vera með í spilunum, og sat því bara í kennarastólnum í þunglyndiskasti. Svo kom ein IB stelpa, sem vissi ekkert hvað hún átti að gera á þessum lagningardögum, settist niður með eitthvað apaspil og sofnaði síðan. Enginn kom að spila við hana, svo hún svaf bara þarna í fjóra tíma. Þetta var svo sorglegt að ég ætlaði alltaf að labba til hennar og annaðhvort spila við hana, eða bara gefa henni þessa fjandans punkta, en ég gat ekki togað mig upp úr þunglyndinu þarna í horninu. Það skemmtilegasta við veru mína þarna, var að sjá viðbrögð fólks, þar á meðal kennaranna, þegar þau sáu Nintendo tölvuna og hóp af fólki hrúgað í kringum tvo einstaklinga að spila Super Mario Bros. 3.
Síðan var ég að vona að árshátíðin, í bland við óhóflegt magn af áfengi, myndi hressa mig aðeins upp, en það gerðist ekki. Það rann sem betur fer aldrei af mér, svo að ég datt aldrei niður í eitthvað þunglyndiskast, en ég var endalaust týndur á þessu bölvaða balli. Fann engann og hafði aldrei rænu í að spjalla almennilega við þá sem ég loksins fann.
Ég vona að enginn hafi nennt að lesa í gegnum þetta allt.
Ég hata lífið. Ég hlakka samt til að fara til Danmerkur. Týpískt, samt, að ég komist ekki inn í lýðskólann.
laugardagur, 19. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli