Talandi um að vera ekki rólegur, þá var ég að lesa Fréttablaðið núna rétt áðan og fólk er ekki alveg nógu rólegt í Bretlandi:
Gyðingar eru bálreiðir vegna klæðaburðar Harry Bretaprins. Harry klæddist herbúningi með nasistamerki í fínni veislu um síðustu helgi. Háttsettir gyðingar hafa krafist þess að Harry heimsæki útrýmingarbúðirnar í Auschwitz í Póllandi og læri þar sína lexíu.
Kannski dáldið gróf refsing fyrir illa upplýstan ungling á þroskaskeiðinu.
Það kom mér heldur betur á óvart þegar ég skoða Morgunblaðið, að það er frekar mikið af myndum sem mig langar til að sjá akkúrat núna. Old Boy, Finding Neverland og A Very Long Engagement. Ætla ég mér að bæta úr því strax í kvöld, með því að fara og sjá þá síðastnefndu.
En nóg um þessa ógeðfelldu upplýsingamiðla, sem miðla litlu sem engu öðru en skít. Muna einhverjir eftir áramótaheitunum mínum? Ég er frekar gróflega búinn að brjóta eitt þeirra. Fór í eina göngu í byrjun árs, og svo ekkert meir. Ætli ég þurfi þá að taka göngu á hverjum degi í eina viku? Mér er spurn.
Ef einhver vill styðja mig, þá helst með peningum eða mannafórn, í tilraun minni til að viðhalda þessu áramótaheiti, þá væri það vel þegið.
Og svona alveg í blálokin. Ef einhver hugsaði "Oh, Jón er svo vitlaus," þegar hann las það sem ég skrifaði um Harry bretaprins, þá hefur sú manneskja engan húmor. Engan!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli