mánudagur, 17. janúar 2005

Afar hress strætóferð

Ég ætla að byrja á því að útnefna kennara vikunnar, áður en að meira en einn dagur er búinn af henni, en það er hún Margrét eðlisfræðikennari, eða Magga Rokk, eins og ég kýs að kalla hana. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því á ritformi hversu hress þessi kona er, en ef þú sætir í tíma hjá henni, myndirðu upplifa það einhvernveginn svona:

*Nemandi kemur inn í tíma, eftir að hafa verið óvenjulengi á klósettinu*
(Rafmagnsgítarspil hefst) - (Söngurinn hefst!)
Magga Rokk: "Hey, væni minn! Hvar hefurðu verið?!
(Gítarbrú)
Nemandi: "Afsakið frú mín! Ég lenti í smá vandaaaa!"
Magga Rokk: "Hvurslag, hvurslags! Hvurslags eiginlega?! Ef ég bara væri, ef ég bara væri ekki svona flippuð! Þá mynd'ég hend'þér út úr tíma!
(Gítarsóló!)
Nemendi: Fyrirgefðu að ég skyldi ljúga svona að þér. Í gogg ég var að fá mér, en ekki var ég að skítaaaa!
Magga Rokk: "Jæja, krakkar, nóg um það, lærum frekar meira um hann Newton, Couloumb og allt þetta eðlisfræðiRUUUUUUUUGL!!!

Eins og ég segi, ritmál sýnir engan veginn hversu magnaður kennari hún getur verið. Ímyndið ykkur bara Jack Black í konulíkama.

En svo er það strætóferðin. Þetta var frekar hress strætóferð. Svolítið eins og The Old Times. Fólk var brjálað, fólk talaði mikið og allt varð bara svo flippað og skemmtilegt. Í öllum æsingnum var ég næstum því búinn að snúa mér við og hefja samræður við gömlu konuna sem sat hliðina á mér, og forðaðist augnsamband við mig, en hugsaði svo: "Láttu ekki svona, Jón. Þessi kona er augljóslega dauðhrædd við þig. Í sálarheimi hennar ert þú holdgervingur mannsins í dimmu húsasundi sem stekkur á hana og rænir veskinu hennar. Láttu bara eins og þú sjáir hana ekki, þá líður öllum vel." Þannig að mitt á milli ruglinu í honum Gumma um bíómyndir (það var samt ekkert rugl, mjög vitsmunalegt blaður eiginlega) og hlátrinum í Mist (sem var örugglega á eiturlyfjum eða bara svona ótrúlega flippuð, sem útskýrir þetta ástand hennar) myndaðist skrítið samband milli mín og gamallrar konu. Samband sem einkenndist af því að hunsa hvort annað.

Nei, hey. Geðveikt. Kex með laukbragði.

Uppfærsla: Vá, ég hefði átt að fara betur yfir þetta sem ég skrifaði um Möggu, þar sem að rokktextinn er álíka áhugaverður og Margrét sjálf, og hennar kennslustundir.

Engin ummæli: