mánudagur, 17. janúar 2005

Sólveig, Skúli og Kobbi

Bætti tveimur einstaklingum inn í Kaósið, og svo ætla ég að fjalla um einn einstaklinginn sem ég held að hafi gleymst þegar ég setti greyið inn.

Sólveig: Ótrúlega hress manneskja, sem að ég hef kynnst mjög vel í gegnum leikæfingar nýverið. Þið skuluð samt ekki vera að gera grín að henni fyrir að vera með græna húð, hún er með einhvern sjúkdóm sem gerir þetta. Aumingja stelpan.

Skúli Sig: Þekki hann ótrúlega lítið, en rakst á bloggið hans um daginn. Afar áhugavert blogg, sérstaklega parturinn um Mann ársins í Time. Áhugaverðar pælingar þar á ferð. Svo bloggaði hann einnig mjög feitt á spænsku. Skúli er með rautt hár, sem er greinilega að komast í tísku aftur, enda er Skúli mjög hárprúður og flottur maður.

Jakob Ómarsson: Þennan mann þekkti ég frá því að við vorum pínulitlir pollar, svamlandi um í drullupollum og flýjandi frá stelpum sem voru að reyna að kyssa okkur. Jakob hefur þann einstaka hæfileika að geta geymt inn í sér samræður frá mörgum, og svo svarað þeim öllum í röð. Það virðist eins og hann hafi bara misst áhuga á þér, en viti menn. Hann er bara svona að melta það sem þú sagðir, í huganum. Svona eins og hamstrar gera við mat. Svo eftir að allir hafa talað við hann í einu, kemur smá þögn frá Kobba og svo svarar hann öllum í röð sem hann ákveður í kollinum. Frábær gaur, sem lumar á ýmsu en er ekkert hræddur við að vera hann sjálfur og er þar að auki ótrúlega góður leikari.

Fróðleiksmoli #17: Rauðir bolir fara mér ágætlega.

Engin ummæli: