miðvikudagur, 5. janúar 2005

Skólabyrjun, hvílíkt og annað eins

EÐL203 - Magga Valíum: Fyrsti tíminn lofar ekki góðu, en það lumaði á smá húmor í þessari konu og ef ekki, þá get ég bara sofið. Held hún hafi dottið út úr því sem hún var að reyna að segja alveg svona fimm sinnum, og hún er bara að tala um yfirlit á námsefninu.

LEI133 - Magga: Fullt af hressu fólki, þ.á.m. Olga og Elías, kennarinn lofar góðu og ég er bara mjög spenntur fyrir þessu.

JAR103 - Auður: Ólíkt mörgum öðrum, þá fíla ég Auði ágætlega sem kennara og þessi áfangi lofar alveg ágætu, sökum þess að ég fæ að sleppa geðveikt mikið af verkefnum og öllum tímum tengdum bergfræði. Er líka með þrem hressum einstaklingum í tíma.

SPÆ403 - Guðrún og Ísak: Ísak lofar mjög góðu, veit hver pabbi minn er, talar bara spænsku sem ég skil ekki og er almennt ótrúlega hress. Guðrún er ekki nærri því eins slæm og ég hafði heyrt og gert mér í hugarlund að hún væri. Er svo með hressu fólki í tíma, sérstaklega Sif og Fannari.

Skólaárið byrjar því alveg ágætlega, verð ég að segja. Hefði samt ekkert átt að vera að sofna svona þegar ég kom heim. Varð bara þreyttari fyrir vikið.

Vá, en sætur bangsi hérna á borðinu. Hvaðan kom hann?

Engin ummæli: