Ég horfði á Pirates of the Caribbean með nokkru vel völdu fólki í gær og þá rann upp fyrir mér alveg ný sýn á stórmyndir. Þrotlausar æfingar upp í Loftkastala, og þau nánu bönd sem hafa myndast þar á mjög stuttum tíma hafa opnað upp margar nýjar pælingar varðandi svona kvikmyndir sem og Pirates.
Nefninlega sú pæling hversu skemmtilegt það hlýtur að vera að leika í einni slíkri. Sama hversu ömurleg hún gæti orðið, þá er það örugglega alveg stórskemmtilegt, sérstaklega ef þú ert að vinna með skemmtilegum leikhóp(sem er mjög líklega til staðar t.d. í Sjóræningjum Karabíahafsins) og skemmtilegum leikstjóra. Allir þessir stórfenglegu búningar, risa sviðsmyndir og allur aragrúinn af propsi. Það væri að minnsta kosti upplifun.
Þetta setti stórmyndir í allt annað sjónarhorn, því þrátt fyrir að vera kannski ekki hágæðamynd, þá er oft augljóst hvort leikarar skemmtu sér vel við að gera hana, og það skiptir oft miklu máli.
Svo vaknaði önnur pæling, þegar við opnuðum dós af venjulegu Piknik. Þannig var einmitt mál með vexti, að piknik-ið bragðaðist allt öðruvísi en venjulegt Piknik. Meira svona eins og Piknik með talsvert sterkara salt- og pipar-bragði. Ætli það verði seinna talað um Piknik dósir eins og vín, sem áttu einstaklega góð ár o.s.fr. Þá mun ég óspart minnast á bragðgott Piknik er ég smakkaði eitt sinn, árgerð '05.
Í öðrum fréttum þá var gagnrýni á leikrit LFMH í Mogganum í dag, þar sem Halli er lofaður fyrir leik sinn og Helgi er lofaður fyrir að hafa yfirgnæft hljómsveitina. Og þar er líka mjög réttilega minnst á hörmulega ljósakeyringu, en það erfir það svosem enginn við hann Kjartan. Hann hafði nú bara rennt í gegnum þetta tvisvar.
miðvikudagur, 5. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli