miðvikudagur, 5. janúar 2005

Það eru til snillingar

Þessi snillingur hér reyndi að fremja rán í banka, með klút um hausinn (sem hann setti ekki á sig fyrr en eftir að hann var byrjaður að ræna bankann og allar myndavélar löngu búnar að taka eftir honum), einn af starfsmönnunum þekkti hann úr háskóla, með byssu (sem er það ósniðugasta sem hægt er að gera, þar sem þú þarft hana engan veginn. Flestir bankar myndu rétta þér peninginn mjög vingjarnlega, en nú yrði hann kærður fyrir vopnað rán), á jóladag þegar flestir eru búnir að taka út fullt af peningum og því lítið eftir í bankanum, og missti síðan mikið af peningum úr fanginu á leiðinni út. Hann komst undan með rétt rúma þúsund dollara.

Þessi maður gengur ennþá laus. Ótrúlegt en satt.

Þessi hér gaur ætlar hinsvegar að styrkja hjálparstarf í Asíu með því að selja sig til þrælkunar í einn sólarhring.

Gummi Vest er hinsvegar einn sá allra mesti snillingur, og er hér með kominn inn á blogglistann. Á eftir að grandskoða bloggið hans betur, en Gummi er mjög fínn gaur sem ég hef þekkt í tæpt ár. Hann á það til að bora í nefið, vera í sleik við kærustuna sína og allskona óbjóð en hann er geðveikt góður í að hljóma eins og mongólskur flösku- og koktónlistarmaður.

Engin ummæli: