Fór í gær til Olgu og tókst að festa bílinn í bílastæðinu hennar. Olga var ekkert að vara mig við að það væri allt frosið til helvítis í bílastæðinu hennar, svo að annað framdekkið spólaði bara eins og fjandinn væri laus. Eftir að hafa reynt að losa bílinn í svona korter, og ég og Sif höfðum reynt að ýta bílnum úr stað, kom Olga út með svona litla skóflu sem hefði alveg eins getað verið sandkassaskófla, því hún gerði andskoti lítið gagn. Loksins, með mínum ofurkröftum, tókst mér að ýta bílnum út úr þessu veseni og við héldum af stað að ná í Katrínu. Heima hjá Katrínu, seinna þetta kvöld, tókst mér svo næstum því að festa hann aftur.
Þannig að ég lærði margt af þessu kvöldi. Aldrei leggja í bílastæði nálægt heimili Olgu eða Katrínar.
Var þetta ekki alveg einkar óspennandi frásögn?
Á morgun er svo önnur sýning LFMH leikritsins Martröð á Jólanótt. Hef ég heyrt frá nokkrum aðilum að 2. sýning sé eitthvað slappari en aðrar sýningar. Ég veit ekki með alla aðra, en ég ætla sko ekki að vera eitthvað slakari en ég var á frumsýningunni. Ef allt fer á rétta leið ætla ég bara að reyna að betrumbæta mig.
fimmtudagur, 6. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli