Ég fékk blað í Leiklistaráfanganum sem ég er í sem ég átti að skrifa á eithvað um mig, hvað ég hef gert í leiklist og hvað ég vill úr áfanganum. Ég fæ þetta blað, skoða það í smástund og ákveð síðan að ég ætli mér að gera þetta heima. Sting blaðinu ofan í tösku. Þegar ég er kominn heim tek ég svo blaðið upp, tilbúinn í tuskið. Þá fatta ég hvað ég er mikill fáviti. Þetta var að sjálfsögðu venjulegt, autt A4 blað sem ég hefði aldrei þurft að taka með mér heim, því það er auðvitað fullt af því til heima hjá mér.
Sko. Það þarf ekki mikið til að mér líði eins og fífli.
fimmtudagur, 6. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli