laugardagur, 8. janúar 2005

2. sýning

Þessi sýning heppnaðist svo miklu betur en ég átti von á.

Eftir allt þetta umtal um það hversu ömurleg 2. sýning sé alltaf, sökum þess að fólk er ekkert einbeitt, og alltof afslappað, var ég búinn að sannfæra sjálfan mig um að þetta yrði ömurlegt. Ég lét það samt ekkert á mig hafa, og hunsaði bara allt fólkið sem var alveg einkar óeinbeitt áður en við byrjuðum.

En eftir upphafsatriðið var ég orðin fullur orku og fannst mér þetta ganga allt alveg ótrúlega vel. Ljósin voru frábær, hljóðið gott og allir gerðu sitt besta.

Þetta var samt ótrúlega skrítið, þegar við vorum loksins búin með sýninguna. Þetta var bara búið, við tókum til, skelltum sviðinu inn í geymslu og svo fórum við heim. Það var enginn jafnstressaður núna og á frumsýningunni, og því voru allir geðveikt rólegir á því eftir sýningu. Engin fagnaðarlæti í okkur krökkunum.

Það var mjög furðuleg stemning.

Engin ummæli: