fimmtudagur, 20. janúar 2005

Por que?

Nú, þegar tilkynnt er víða um heim að 220.000 manns hafi látist í hamförunum, sögusagnir um ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra um þáttöku í Íraksstríði eru ekki ennþá komnar á hreint eftir að meira en ár er liðið frá atburðinum, fólk kúkar yfir Leikfélagsstjórn MH fyrir að gera metnaðarfulla hluti, Bobby Fischer er neitað um flutning til Íslands, Silvester Stallone samþykkir fjórðu Rambo myndina og Disney ætlar að gera Toy Story 3 án Pixar, þá spyr maður sjálfan sig bara einnar spurningar.

Er allt að fara til fjandans?

Svo er fólk að velta sér upp úr því hvort það hafi verið ósanngjarnt að kjósa út einhverja stelpu í Idol, meðan við höfum þúsund sinnum mikilvægari hluti að ræða.

Engin ummæli: