Nú, það er hún systir mín sem á afmæli í dag. Til hamingju með það og vonandi gengur þér vel í restinni af prófunum. Hlakka svo til að sjá þig í febrúar.
En svo ég haldi nú áfram með bloggaraumsögn mína, þá kemur hér eitt stykki um hana Olgu. Alveg makalaust hversu fljótt ég kynntist henni. Við höfðum verið að æfa sama leikritið í talsvert langan tíma, en ég yrti fyrst á hana þegar við vorum pöruð saman í spunaleik að nafninu Sálfræðingurinn. Á þessum tíma hélt ég einmitt að Olga væri jafngömul, eða jafnvel einu ári eldri en ég. Við skemmtum okkur konunglega í þessum spuna, þar sem við spurðum hvort annað út í sálarflækjur karakteranna okkar. Eftir það hefur þetta allt farið upp á við og okkur var lýst af Oddi, leikstjóra Martraðarinnar, sem tveimur ofvirkum 6 ára krökkum sem væri nýbúnir að kynnast í leikskóla. Bloggið hennar Olgu er sneisafullt af áhugaverðum pælingum um hennar líf, sem er ávallt gaman að lesa. Enda situr hún sallaróleg uppi á öðru sæti bloggaralistans.
Svo er það hún Diljá vefráðsbusi, en bloggið hennar er ætíð með einhverjar góðar pælingar varðandi hversdagsleikann, eins og tónlistarsnobb og almenn kurteisi í strætó. Henni kynntist ég upprunalega í gegnum leikfélagið, en svo síðar var hún valin í vefráð ásamt Daða Thug og þó hún hafi ekki staðið sem alveg nógu vel í sínu starfi þá bind ég allar vonir við það að hún smali saman nokkru vel völdu fólki til að halda uppi vefráðinu á næstu árum. Ég mæli eindregið með því að kíkja á klikkaða bloggið hennar, því það er mjög skemmtilegt.
Svo vil ég enda þetta með því að útnefna fugl dagsins, fuglinn okkar. Án hans væri ég ennþá með geðheilsu, þar sem að hann sönglar á við tvo fugla allan daginn.
miðvikudagur, 19. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli