Þar sem ég hef byrjað að fjalla stuttlega um þá aðila sem eru á listunum tveimur hér til hliðar, þá hef ég ákveðið að byrja að segja frá þeim sem aldrei var talað um af hinum gríðarlega Vinsældarlista.
Fyrst er það hún Katrín, sem uppheldur afar skemmtilegu bloggi á Bloggpunktinum. En bakvið Katrínu býr margt annað en áhugavert og fyndið blogg. Milli þess sem hún talar í dulmáli og óvissu, hefur hún einnig dulbúið sig undir mörgum nöfnum. Kata Kúl, Kapteinn Katrín og Jólasveinka eru aðeins örfá dulnafna hennar, en flestir kannast örugglega við algengara nafn hennar. Katrín Kúlurass. Annars er Katrín alveg óendanlega hress manneskja, sem ég kynntist á öðru ári mínu, á mínu fyrsta fylleríi. Þá var Katrín ótrúlega góð manneskja sem drakk ekki og var alltaf fín og prúð. Nú til dags einkennir óhófleg drykkja, ósiðlegt athæfi og kynlífsbrandarar hennar daglegt háttalag. En það skemmir engan veginn fyrir, því Katrín er alltaf hress, skemmtileg og er alveg ótrúlega góð vinkona. Hún á ekkert síðra skilið en að tróna þarna efst uppi á hinum margrómaða Hall of Fame fyrir að vera geðsjúk manneskja, og ef ég man rétt þá var hún líka ein af manneskjunum góðhjörtuðu sem báðu mig um að koma í leikfélagið.
Fróðleiksmoli #18: Flatarmál er skemmtilesning gefin út af stærðfræðiútgáfufélaginu Flötur.
þriðjudagur, 18. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli