Ég var á klósettinu áðan. Það væri ekki frásögu færandi, nema að á einmitt því tímabili að yfir mig flæða endalausar hugmyndir. Að sjálfsögðu mjög ómeltar hugmyndir, sem flæða burt frá mér jafnfljótt og þær fljúga inn í hausinn minn. En hugmyndir engu að síður.
Þannig er það svo að flestallar hugmyndir sem ég fæ, svona þær virkilega góðu, fæ ég á klósettinu. Þyrfti helst einhverntímann að taka með mér svona ritblokk, til að skrifa niður allar þessar brjáluðu pælingar áður en ég gleymi þeim öllum.
Ætli allar góðar hugmyndir í heiminum komi af völdum klósettferða? Ætli Albert Einstein hafi setið á útikamarnum og huginn verið að reika, þegar alltíeinu blasir fyrir honum Afstæðiskenningin?
Legg ég því til að í hvert skipti sem einhver kemur með góða hugmynd, að þá sé sagt við hann "Varstu að kúka?"
fimmtudagur, 20. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli