sunnudagur, 9. janúar 2005

Ógeð

Það hryggir mig mjög, þegar ég skoða tölur yfir fólk sem sækir þessa síðu, að meirihluti ykkar notar hinn ógeðfellda netvafra er kallast Internet Explorer. Hvað er það nákvæmlega sem gerir vafrann að ógeði? Öryggisleysi, minnsta mál fyrir heimasíður að henda einhverjum viðbjóð inn á tölvuna þína án samþykkis. Flipar, sem eru guðsgjöf, flipar eru ekki til staðar fyrir IE, nema í þar-til-gerðum IE-viðbótum, en þá ertu bara að henda fítusum ofan á gallað forrit. Síðast en ekki síst, þá styður IE enga vefhönnunarstaðla, sem er alveg fáranlega óþolandi þegar maður er að gera heimasíður.

Þannig að ég bið alla þá sem eru ekki algjörir apar hvað varðar tölvur, að skipta yfir í annaðhvort Firefox eða Opera vafrana, þeir eru langtum betri og Firefox algjörlega ókeypis í keyrslu, á meðan Opera sýnir smá auglýsingu upp í horni ef þú borgar ekki eitthvað smávægilegt gjald. Báðir eru uppfærðir talsvert oftar en Internet Explorer og hægt að breyta útlitinu á þeim allverulega.

Takk fyrir.

Engin ummæli: