Já, þið heyrðuð rétt! Síðasta færslan, bara til æviloka!
Nei, hvaða, hvaða. Kjáni get ég verið að reyna að plata ykkur svona. Þið eruð nú öll svo skörp í kollinum, ekki satt? Já. Einmitt. Flott..
En nóg um það, mér fannst réttara að enda þennan dag ekki á bitri netvafraumræðu, þannig að hérna kemur ein ótrúleg pæling.
Skólinn er svo sálrænn að það er ekki einu sinni fyndið. Hugsunarháttur og viðhorf gagnvart námsefninu hefur svo mikil áhrif á það hvernig maður stendur sig í tíma. Ef ég sit í tíma og kvarta stanslaust við fólkið í kringum mig um það hversu ömurlegt það er að læra þetta, þá á ég eftir að missa áhugann umsvifalaust. En hinsvegar, ef ég sannfæri sjálfan mig um að þetta sé geðveikt skemmtilegt, er ég strax kominn í lærdómsfílinginn. Svona getur lærdómspúkinn setið yfir manni dögunum saman, hindrandi allan námsárangur.
Fróðleiksmoli #14: Fyrir um 800.000 árum var segulsvið jarðar öfugt.
sunnudagur, 9. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli