sunnudagur, 30. janúar 2005

Þessu er öllu lokið

Mikill hluti af lífi mínu, síðustu tvo mánuðina, er núna horfinn fyrir fullt og allt. Eftir mikið af skemmtilegum æfingum, fimm misgóðar sýningar og frábæran félagsskap er þessu nú lokið. Hvað á maður eiginlega að segja? Eða gera.

Þetta er búið að vera mögnuð lífsreynsla, en ég er feginn að henni er loksins lokið. Og henni hefði ekki getað lokið með betri sýningu. Langskemmtilegasta sýningin af þessum fimm sem við héldum. Ótrúlega mikill kraftur í okkur, fáranlega góður salur og það besta af öllu var að við leikararnir skemmtum okkur konunglega við að leika þetta, í hinsta sinn. Ég vil bara nota tækifærið til að þakka öllum aðstandendum sýningarinnar fyrir alla þessa góðu tíma sem við höfum eytt saman síðastliðna mánuði.

Það sem tekur við núna verður örugglega mjög áhugavert tímabil. Er ekki alveg með það upp á hár hvað ég hyggst gera, en það er eitt alveg dúndurvíst (nýyrði!). Ég ætla að reyna hvað ég get að einbeita mér að sambandinu okkar Sifjar, sem ég elska svo heitt.

Engin ummæli: