sunnudagur, 23. janúar 2005

Bolti í hendi, bjór á fæti

Það er í raun ekkert fyndnara en að hlusta á pabba horfa á handboltann. Það er víst fyrsti leikurinn í heimsmeistarakeppni í handbolta. Pabbi situr þarna einn, en það mætti halda að það væru svona fimm menn þarna inni. Hann gerir ekkert nema að spjalla við og sussa á sjónvarpið. Ég er viss um að hann er ekki einu sinni að horfa á það, heldur er bara svona með tebolla og kexkökur, og er að reyna að hafa sjónvarpið með sér í teboði. Nei, það væri nú dáldið brjálað.

En svona á meðan ég er að tala um pabba minn, kemur hérna ein stutt saga af pabba. Hann var einu sinni að flýta sér mjög mikið á fund. Hann hljóp og hljóp, þangað til að hann var kominn að byggingunni þar sem fundurinn var haldinn, og hann ætlar að hlaupa inn. En svo bara alltíeinu skellur hann á einhverju, sem hann sér ekki og hann endar á gólfinu í kringum fullt af glerbrotum. Eftir þetta var sett risastórt, rautt T á glerhurðina inn í húsið.

Engin ummæli: