Ég er vægast sagt kominn með ógeð af þessu hári mínu. Mig klæjar undan því, það er algjört helvíti að þrífa það og þegar ég er að borða tekst hárinu mínu alltaf að læðast með matnum upp í mig. Og ég er ekki að tala um að það detti eitt hár ofan í súpuna mína. Nei, við erum að tala um að hárið mitt er það langt að það sveiflast um fyrir andliti mínu, á meðan ég borða, og endar oftast upp í mér með matnum.
Eftir þessar blessuðu leiksýningar ætla ég að fara hið snarasta og láta klippa af mér þetta helvíti!
Heitasta fréttin í gær: Bruce Willis stamaði þegar hann var lítill! Ég trúi því ekki að svona drasl sé bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu.
mánudagur, 24. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli