fimmtudagur, 9. desember 2004

The Radicals

Er það ný hljómsveit? Nýjasta Pixar myndin? Nei. Þetta eru róttækir bloggarar, og einn af þeim heitir Elías. Róttækismönnum hef ég nú skipað sess í the Hall of Fame. Fyrir nánast ótakmarkað fyndnar, og jafnvel hneykslanlegar(erfiðasta orð í heimi?) bloggfærslur hefðu þeir staðið sigursælir í þriðja sæti, en sökum þess að síða þeirra er hýst á blog.central.is, sem er þó skárri staður en folk.is, og þeirri staðreynd að það er klukka í næstum hverju einasta horni síðunnar, þá ættu þeir að enda, með hæfilegri gjafmildi af minni hálfu, í sjötta sæti. En þar sem ég var að enda við að kaupa jólagjafir fyrir öll launin mín rétt í þessu, þá er gjafmildi mitt í dag á þrotum, og því enda þeir í sjöunda sæti. Stúta þeir þá Tuma niður um eitt sæti, og það sama á við restina af liðinu þarna fyrir neðan.

Af öðrum fréttum af listanum, ber helst að nefna að Atli og Steffí berjast enn hart um neðsta sætið, en Steffí hoppar upp um heilt sæti þar sem hún, með einhverjum lævíslegum brögðum, tókst að hafa upp á öllum sex gælunöfnunum mínum. Vel gert, Steffí. Með þessu áframhaldi verðurðu kominn yfir hinn tröllvaxna Fróða á skömmum tíma.

Einnig borðaði ég ósköp girnilega pylsu í dag, sem var grilluð af Olgu. Frábært.

Engin ummæli: