Jakob Ó! (sem ég mun bæta inn á bloggaralistann síðar) vekur upp áhugaverðar pælingar í nýjustu færslu sinni þar sem hann talar um hin ýmsu búkhljóð og hvað þetta er orðið mikið vandamál hjá honum að vera að tala við fólk sem er sífretandi.
Ég veit ekki hvernig fólk Jakob hengur með, en ég lendi ósköp sjaldan í þessu. Að minnsta kosti get ég ekki verið sammála um honum að þetta hafi verið í auknum mæli undanfarin ár. Þegar ég var minni var ég sífretandi daginn út og daginn inn, og þetta orðið að verulegu sporti milli góðra vina. Man ég enn þá góðu daga þegar heitasti leikurinn var hver gæti prumpað lengst. Tek ósköp sjaldan eftir því lengur að nokkur manneskja freti opinberlega, nema kannski foreldrar mínir af og til.
En svo ég víkji nú að öðrum málum, og klára þessa ógeðslegu þriðju færslu í dag, þá spyr ég, hvað er eiginlega málið með þessi götuljós á Kringlumýrarbrautinni?! Þetta hljóta bara að vera einhver mistök hjá þessum mönnum sem kalla sig fulltrúa gatnamála. Þegar maður kemur upp að þessum ljósum, og ýtir á takkann, býst maður nú kannski ekki beint við skjótum viðbrögðum þar sem þetta er nú fjölfarin gata. En eftir sirka hálfa mínutu, þegar það er rautt á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar, og því enginn bíll að keyra um Kringlarann, þá er ekki ennþá kominn grænn kall. Þá líður alveg töluverður tími, og engin umferð hefur farið framhjá ljósunum, en enn er enginn grænn kall sjáanlegur. Svo fer umferðin á gatnamótunum loksins af stað, en þegar svona sex bílar eru komnir fram hjá ljósunum, þá kemur grænn kall. Sem þýðir að ég þurfti að bíða í svona tvær mínutur eftir grænum kalli og aragrúinn af bílstjórum, sem þurftu að bíða heillengi á gatnamótunum við Miklubraut, þurfa aftur að bíða eftir því að ég labbi yfir. Og nei, það endar ekki þarna. Heldur um leið og ég er kominn hálfa leiðina yfir Kringlumýrarbraut, tekur enn einn takkinn við. Og þá endurtekur allt ferlið sig aftur. Er það svona erfitt að tímastilla þetta helvíti, þannig að það komi grænn kall um það leiti sem minnst umferð er á götunni? Því annars er þetta örugglega mesti óþarfi sem fyrirfinnst í gatnakerfinu, því allir labba bara yfir götuna á rauðum kalli, þegar það er engin umferð til staðar.
fimmtudagur, 9. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli