Og ekki bara bollur, heldur bestu bollur í heimi. Hef aldrei smakkað brauðbollur sem bragðast jafnvel og hennar.
Djöfull langar mig alltaf út að ganga á nóttunni. Sérstaklega á sumrin. Það er svo fallegt úti þá. Kyrrð leikur um allan bæjinn, engir bílar á götunum. Eða, ekki mikið af þeim. Þarft bara svona að passa þig á perrunum sem ræna þér og skilja þig eftir útí rassgati. Ég held ég þurfi að fara að stunda það að fá mér göngutúr klukkan tvö um nóttina. Maður hefur gert þetta í sumar, sértaklega, þegar maður er að labba heim eftir eðaldjamm sem entist út nóttina. Heimurinn er eins og stórt tómarúm, nema bara geðveikt fallegt og þannig hlutir.
Flestir vita væntanlega af ástandinu í Úkraínu. En hafiði séð myndirnar af Jútsjenkó, eða hvað hann nú heitir, maðurinn sem tapaði í kosningunum? Þetta er alveg magnað, en í Morgunblaðinu í dag eru sýndar myndir af honum í Júli og síðan nýleg mynd af honum en það er eins og maðurinn hafi elst um 30 ár. Og fengið holdsveiki í leiðinni. Hræðilegt hvernig er orðið af manninum en það er talið að það hafi verið eitrað fyrir honum. Ég bið ykkur lesendur um að tileinka þessum manni þrjátíu sekúndur af þögn.
Family Guy er endalaus uppspretta af fyndnum tilvitnunum.
Peter Griffin: What the hell is he talking about?
Englishman: Oh, it's Cricket. Marvelous game, really. You see, the bowler hurls the ball toward the batter who tries to play away a fine leg. He endeavors to score by dashing between the creases, provided the wicket keeper hasn't whipped his bails off, of course.
Peter Griffin: Anybody get that?
Cleveland: The only British idiom I know is that "fag" means "cigarette."
Peter Griffin: Well, someone tell this "cigarette" to shut up.
Nýjasti fróðleiksmolinn í æsispennandi seríu fróðleiksmola er tileinkaður eina manninum sem virðist vera að digga þá.
Fróðleiksmoli #5: Haraldur.is, eða Haraldur íkorni, er netbókamarkaður þar sem allt kostar 0 kr.
fimmtudagur, 9. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli