Jæja, lömbin góð, ég gerði eina allsherjar uppfærslu á bloggaralistanum, eða The Hall of Fame eins og ég kýs að kalla það.
Nýjir þáttakendur í bloggaralistanum eru:
Diljá, trónir í þriðja sæti og telst því með sterkustu innkomum allra tíma. Hún er í vefráði og er því mjög svöl.
Tumi Rithöfundur, kemur sterkur inn í sjöunda sæti, en Tumi er einn sá sniðugasti skáldsagnahöfundur sem ég veit um, fyrir utan kannski Ástu Sigurðardóttur, en hún er dauð.
Tumi nær samt ekki að slá Haraldi við, en hann heldur sig fast í sjötta sætið. Haraldur er fullur að innbyrgðis reiði og lyktar mjög af skít. Hann er samt hinn fínasti gaur, þrátt fyrir hina ýmsu veikleika sína. Einhver undarleg mosaþrá einkennir hann.
Fróði vaxtarræktartröll fær að lafa í níunda sæti því hann vann mig í sjómann. En síðan hans einkennist mjög af óþægindum og útúrkókuðu rugli.
Dóra Leiklistarbusi situr föst í tíunda sæti af því að blogcentral er næstum því jafnslæmt bloggkerfi og folk.is.
Meðal breytinga sem varð á gömlu þáttakendunum, eða The Oldies er sú að Steffí þarf að lúta í lægri hlut Atla Hobbita, en er þá komin í tólfta sæti. Þetta er sökum þess að hún hættir bara ekki að kvarta yfir því að allir nefna hana Steffý, með ypsilon. Krakkar mínir, hún hefur margsagt ykkur að það er Steffí, með Í. Til hamingju, Atli Hobbiti. En blogg þitt hefur fært mér mikið af góðum skoðunum um bíómyndir.
Og Olga, hin flippaða, hefur tekið við hásætinu af Katrínu, þar sem Katrín er svívirðilegur lygari og hefur ekki ennþá sýnt fram á áhuga sinn á hrossaflugum. Olga er í alla staði mjög staðföst, hinsvegar, og lætur ekkert vanta á sitt blogg.
Fróðleiksmoli #4: Ef þú er í O blóðflokki og þér er gefið blóð úr manni í A blóðflokki, þá deyrðu kvalafullum dauða, sem einkennist af kekkjuðu blóði.
miðvikudagur, 8. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli