föstudagur, 31. desember 2004

Líðan: Góð

Frumsýningin er búin.

Mér líður vel.

Ég var alveg hryllilega stressaður fyrr um daginn, þegar ég var byrjaður að telja niður tímana í frumsýningu MH-leikritsins Martröð á jólanótt. Ég settist niður á gólfið inn í græna herbergi, og starði á einhvern blett á veggnum. Sat þar í svona klukkutíma, hunsaði allt í kringum mig og drakk örugglega svona tíu glös af vatni. Hélt einbeitingunni aldrei að neinu í lengra en svona tíu sekúndur. Reyndi að tala við fólk, en gat aldrei einbeitt mér að samtalinu, fór alltaf að svipast um eftir hlutum sem ég gæti hafa týnt.

Svo þegar ég var nærri því farinn að grenja úr stressi, ákvað ég að skella mér í einn hressan göngutúr fyrir utan Loftkastalann. Það bætti töluvert úr ástandi mínu og þar á meðal sturtan sem ég fór í (annað skiptið síðan ég kom í Loftkastalann) eftir göngutúrinn. Róaði mig mjög niður. En ætli Hjörtur, Kobbi og Halli eigi ekki heiðurinn af því að hafa loks róað mig algjörlega niður. Þeir eru auðvitað þaulvanir leikarar, og komu mér á rétta braut á að beina þessu öllu yfir í að mynda orku fyrir sýninguna.

Og viti menn, þegar kom að sýningarbyrjun var ég meira spenntur frekar en stressaður, og sýningin heppnaðist mjög vel þrátt fyrir mörg mistökin, sem komu þó ekki niður á sýningunni.

Ég vil þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessari sýningu, sérstaklega þeim einstaklingum sem töluðu við mig meðan ég var stressaður (fyrrnefndir aðilar, plús Olga og Sólveig) og öllum þeim sem að mættu og horfðu á og voru frábærir áhorfendur. Þetta voru frábærar stundir.

Mér finnst alveg magnað hvað ég hef lært mikið af þessum tímum sem ég hef eytt í æfingar og vinnu upp í Loftkastala, með alveg fáranlega skemmtilegum hóp leikara. Ég lærði t.d. að ég búið til traustan stiga, ekki fara inn í dimmt herbergi með engu nema risastórri stálhurð sem á stendur "Lokið Helvítis Hurðinni!", það er hægt að eignast góða vini á mjög stuttum tíma, first impressions eru í flestöllum tilvikum rangar, flipphopp eru töff, Dóri og röddin hans ættu að hafa tuttugu mínútna sjónvarpsþátt, Dóra er góð í að sminka, stóra kvikmyndaverið er töff en stórhættulegt og frekar drungalegt, stress er fínt í hófi, stelpur banka ekki áður en þær labba í gegnum búningsklefa karla (eða þá þær banka og labba síðan strax inn, án þess að bíða eftir svari), fáranleg plön til að plata fólk virka stundum og að lokum, ég er með mjög veikt hjarta. Allt í allt held ég að mér hafi verið brugðið svona tuttugu sinnum (það hefði verið flottara að segja sautján..) og það örrugglega svona fimm sinnum af Olgu eða Ástu og svo svona tíu sinnum af Oddi.

Og svo til að draga þetta blogg ennþá lengra, þá ætla ég að lýsa yfir óbeit minni á þessu viðbjóðslega veðri sem skellur yfir okkur í lok þessa árs. Ég bara þori varla að labba yfir til Sifjar, þetta er svo mikið óbjóðsveður.

Á morgun verður svo hið árlega uppgjör.

Engin ummæli: