Þetta er kannski ekki besta leiðin til að rifja upp gamalt ár, en hérna kemur eitt stykki samhengislaus listi af hlutum sem ég man eftir á síðasta ári.
Besta bíóferðin - Þegar ég og Sif vorum ein í salnum á Bride & Prejudice.
Besta ákvörðunin - Að ganga í leikfélagið.
Mesta chillið - Vinnan mín í sumar.
Mesta átakið - Þegar ég ákvað að henda út allri tónlistinni sem ég hafði sankað inn á tölvuna mína, og byrja að kaupa tónlistardiska.
Bestu krakkarnir - Krakkarnir hennar Hafrúnar, Hafsteinn sem segist elska Sif og Heiðmar Máni sem mér finnst mjög gaman að halda á.
Minnst stoltur af - Seinustu skólaönn hjá mér.
Tæpasti hluturinn - Einkunnaafhendingin mín, og framvindan þar af.
Mestu vonbrigðin - Þegar ég komst að því hversu lítið ég hafði lært út alla önnina.
Verstu veikindin - Þegar ég fékk mjög slæma hálsbólgu í svona mánuð, komst ekki í skóla, gat ekki borðað, fór í þunglyndi og endaði loks með hálskirtlatöku.
Fáranlegasta fjárfestingin - Þegar ég keypti 18 DVD myndir af Amazon.
Besti bangsinn - Pétur.
Sneggstu kynnin - Flestallir í leikfélaginu, kynntumst ótrúlega vel á mjög skömmum tíma, en Olgu kynntist ég örugglega best.
Versta fylleríð - Mánudagsfyllerí þar sem ég stútaði heilum vodkapela á stuttum tíma, og lét eins og drukkinn smákrakki allt kvöldið.
Vandræðalegasta mómentið - Held ég upplýsi það ekkert hér, en það tengist hvalalífsþætti.
Nú er komið nóg af listanum, held ég skrifi rest í einum skemmtilegum, samfelldum texta. Þrátt fyrir að hafa staðið mig aldeilis illa í skólanum, komst ég að því að ég læri svo margt annað í skólanum. Ég er líka alltaf að finna fleiri og fleiri kennara sem mér finnst skemmtilegir. Auður jarðfræðikennari hefur t.d. hækkað mjög í áliti hjá mér og Sigurgeir efnafræðikennari fyrir að bjarga mér algjörlega upp úr falli á önn. Framtíðin mín búin að vera í mikilli ringulreið undanfarið. Alltaf verið frekar staðfastur á að taka öruggari leið í gegnum lífið, en hef núna tekið ákvörðun um að sækjast eftir draumum frekar. Ég hef þroskast mikið. Sambandið okkar Sifjar hefur þroskast mjög mikið. Sambandið hefur líka átt mikinn þátt í að þroska mig. Þegar ég og Sif byrjuðum saman var markmiðið í lífinu mínu að vera fullur í heila viku. Þeir sem þekkja mig vel núna, geta staðfest að ég legg ekki mikið mat á að vera fullur. Geri það alveg ennþá, en reyni að halda því í hófi. Leikfélagið hefur líka stuðlað að þroska og bara almennt kennt mér margt um hversu skemmtilegt fólk getur verið. Ég er byrjaður að gera meira við líf mitt. Farinn að teikna meira, byrjaður að skrifa barnabók, tók þátt í leiksýningu. Eitthvað sem ég hefði aldrei búist við af sjálfum mér fyrir svona hálfu ári síðan. Svo endaði þetta ár líka alveg ótrúlega vel. Merkilegt hvað ár geta endað ótrúlega vel. Seinast endaði það með upphafi sambands okkar Sifjar og í ár endar það með frumsýningu LFMH leikrits.
En nú ætla ég að fara og standa við nýársheit mitt. Gleðilegt nýtt ár, öllsömul.
laugardagur, 1. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli