föstudagur, 24. desember 2004

Aðfangadagur

Það er einhvernveginn ekki að komast inn í hausinn á mér að þessi dagur sé eitthvað öðruvísi en undanfarnir dagar, að öðru leyti en svo að þetta sé einn af fáum frídögum mínum.

Jólasveinastússið í gær gekk brösulega. Ég kunni engin jólalög, röddin mín var meira svona fullur jólasveinn heldur en gleðilegur jólasveinn og börnin voru annaðhvort bara hrædd við mig, eða fóru að stríða mér. Þetta var einstaklega þreytandi lífsreynsla. En það var allt þess virði þegar það komu krakkar sem virkilega trúðu á mann og vildu ekki segja skilið við mann.

Jæja, gleðileg jól allir saman.

Engin ummæli: