fimmtudagur, 23. desember 2004

Jólasveinar..

Ég er núna brátt á leiðinni út að leika jólasvein út í Kolaporti. Það verður örugglega mjög súrt. Ég vona innilega að ég sé ekki einn að leika hann, því það verður mjög leiðinlegt.

Fór í laufabrauðsbakstur hjá ættinni hans pabba, og kom Sif með okkur. Alveg magnað hvað Sif gat í laufabrauðsskurði þrátt fyrir að hafa aldrei prófað þetta áður. Svo var hún algjör "hitter" hjá litlu krökkunum, sem umkringdu hana og báðu hana að spila með sér og leika.

Ef einhverjir hressir einstaklingar hafa lítið að gera, mega þeir endilega kíkja í heimsókn í Kolaportið og heilsa upp á jólasveininn þar.

Engin ummæli: