þriðjudagur, 23. nóvember 2004

Það var nú gott..

Það kviknaði í. En ekki í því húsi sem ég hélt það myndi gera. Og í raun var eldurinn sem varð, mun skaðlegri en sá sem hefði verið af húsinu sem ég labbaði framhjá. Jæja, ég er samviskubitslaus.

Leikurinn sem ég hafði beðið eftir með mikilli væntingu, var þess virði. Besti leikur sem ég hef spilað í langan tíma.

Hérna eru nokkur lög sem ég og Hjálmar tókum upp um daginn á mismunandi tungumálum.

Íslenskt veður kemur oft á óvart. Snjórinn búinn að vera í tvo daga, þá kemur alltíeinu rigning og skolar honum burt. Frábært. De Puta Madre.

4 ummæli:

Katrin sagði...

æji hvert fór flotta útlitið?!

Jón Kristján sagði...

Því miður, þurfti að færa síðuna, og þar með fór útlitið.. Þetta er nú alveg fínt og skýrt, er þaggi?! :(

Finnur Pind sagði...

Leiklistarrusl!

Diljá og Melkorka sagði...

Þú lýgur því, Jón. Snjórinn var í 6 daga þangað til hann rigndi í burtu.