Ég vil biðja fólk um að þrauka í gegnum þessa aðeins-of-löngu bloggfærslu, þar sem það kemur alveg geðveikt feis í endann, sem allir verða að lesa. Þannig að ef þið nennið ekki að lesa þetta, og þá heitið þið örugglega María, þá skuluð þið bara lesa neðsta partinn. En ekki gleyma samt að lesa þetta allt einhverntímann.
Grammófónn? Grammafónn? Grammafón? Hver veit hvernig það er skrifað, en það gildir einu. Grammafónninn hans Villa er algjör rífandi snilld.
Ég vildi að ég ætti myndir af gripnum, eða jafnvel betra, hljóðupptökur. En því miður verðið þið, kæru lesendur, bara að treysta mínum orðum.
Nú mun það gerast í fyrsta skipti í allmörg ár, að keyptur verður Macintosh tölva á heimilið. Reyndar erum við ekki að gera þessi viðskipti, tæknilega séð, sjálf heldur er faðir minn að kaupa tölvuna fyrir fyrirtæki sem hann vinnur hjá. Tölvan verður hinsvegar algjörlega í vörslu okkar, og mun ég grimmt stunda það að kíkja á þennan gullgrip. Pabbi minn mun hinsvegar ekkert vita. Nei, hann fær ekkert að vita um næturferðir mínar til að kíkja á þetta dýr. Hvítt dýr unaðs.
Ok, ég fer ekki lengra en þetta. Ætla ekki að gera lesendum mínum þann ófögnuð að tala um villta kynóra mína og Apple tölva. Haha, Eplistölva. Sem minnir mig nú á að ég býst fastlega við því að enginn sem skoðað hefur þetta blogg hafi hlustað á lag okkar Hjálmars, sem ég vísaði í einhverntímann hér. Lagið heitir einmitt Apfelschwänse, sem hver og einn getur giskað á að heitir Eplatyppi. Talandi um typpi, þá er maður sem kallaður er María ekki með slíkt. Karlgreyið.
Já, hey, gaurinn í 11:14 var heldur ekki með typpi. Eða jú, hann var með typpi, en missti það. Þetta var ósköp sorgleg mynd um raunasögu manns og typpsins (ég eyddi örugglega svona korteri í að ákveða hvernig ég ætti að beygja þetta orð, og það er ekki rétt) hans. Mæli eindregið með þessari hádramatísku mynd.
Á meðan ég man, þá vil ég vara alla við stigaganginum heima hjá mér, því hann lyktar eins og gamalt fólk og hurðin niðri, hún mjálmar. Væri gott í svona fyrirbæri. Hryllingsmynd. Bara ef það væri aðeins myrkara þarna. Það er líka alltaf einhver gamall kall að labba upp og niður tröppurnar á kvöldin, sem vill ekki hafa kveikt ljós þar. Og segir aldrei neitt. Bara svona kinkar kolli, þegar maður rekur upp skaðræðisóp eftir að hann skýtur manni skelk í bringu. Djöfull er íslenskan mín fáguð.
Ég uppgötvaði nýtt blogg í dag. Olga, fyrrverandi MR-ingur, núverandi bæjarbúi í MH leikritinu, öldungardeildarkvensa og almennur flippari, er víst að blogga eins og brjálæðingur. Þetta vissi ég ekki, og kannski fleiri. Kannski.
Ég hef tekið þá meðvituðu ákvörðun að láta þetta blogg mitt snúast alfarið um erkióvin minn, hana Maríu. María, sem vann í Vísindatjaldi Húsdýragarðsins, með mjög fögrum manni, er núna að þykjast vera eitthvað rosalega svöl, og er alltaf að striplast og kyrja ógeðisljóð um ganga MH. Varið ykkur alfarið á henni, hún gæti sagt eitthvað ljótt og móðgandi við ykkur. Það mun aldrei hverfa, trúið mér, því orð hennar eru sem eitur. Hún á líka ljótan og afskræmdan hund, eða var það kannski bara hún, Feis.
mánudagur, 29. nóvember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
úúú, ég ákvað að commenta hérna í staðinn því það er minnst á mig í færslunni. en gaman.
hahaha já þetta var geðveikt feis.
takk fyrir að uppgötva mitt blogg.
getur GLEYMT framtíðarnuddum helvítis andskotans fokksjitthell!
og oft gef ég fólki val um hvort ég gef því línk eða klínk, en þú færð sko engan línk hjá mér.
brunavargur (vitna til færslunnar þar sem þú bjargaðir ekki fjölskyldu í mögulegri lífshættu).
ég er ekki að grínast með neitt nema feisið. (grín)
Skrifa ummæli