Ef þið eruð ekki búin að sjá það þá er Helgi Rabn búinn að skella þrem lögum til viðbótar við Angelu. Þau er að finna hér. Öll hörkufín, en uppáhaldið mitt er klárlega Dark Lullaby. Hlakka til þegar diskurinn kemur út.
En nóg um Helga. Vinur minn Jakob kemur í heimsókn í nótt og verður alla næstu viku til Sunnudags. Það verður afar hresst og verð ég þá einna helst að passa mig að skrópa ekki í skólanum og svoleiðis. Alveg nógu tæpur á mætingu þar.
Ég hlýt að hafa verið sofandi þegar ég skrifaði þetta. Gleymdi að setja hlekk yfir á lögin hans Helga.
laugardagur, 14. október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
er thad jakob med krullurnar?
Nei, Jakob med skegg.
svalur gaur!
Skrifa ummæli