föstudagur, 10. febrúar 2006

Nördafréttir; Viðhengi

Fyrir þá sem fíluðu -eða þekkja yfirhöfuð eitthvað til- The Longest Journey, þá er kominn út trailer fyrir framhaldið af því svokallaða meistarastykki, sem ber nafnið Dreamfall.

Annars vill ég minna fólk á að Internet Explorer er drasl, sem er aldrei uppfært af viti, hleypir inn óboðnum litlum krílum sem eyðileggja tölvuna þína og er, að mínu mati, algjörlega ónothæft. Ef þið virðið öryggi tölvunnar ykkar að einhverju leyti, myndi ég mæla með notkun Firefox. Það er hraðvirkara, öruggara og er uppfært reglulega.

Gmail er betra en Hotmail.

Ég lofa að blogga um eitthvað sem tengist ekki nördum næst.

Engin ummæli: