sunnudagur, 5. febrúar 2006

Stress, og ennþá meira stress

Ég er ennþá 'on schedule' með stuttmyndina. Það er talsvert meiri vinna en ég reiknaði með, að gera svona mynd algjörlega sjálfur. Af og til fæ ég Lísu og Carolínu til að hjálpa mér með að halda á míkrafóni og stýra ljósum, en þetta er samt mikil vinna. Ég held að ég sé ekki á leiðinni að fara að gera mína eigin stuttmynd aftur í bráð.

Og núna. Pönnukökur.

En fyrst, nördafréttir (því það er það eina sem ég hef skoðað í dag:)
  • Starfsmaður Sony tjáir sig um kraft næstu Sony tölvu, Playstation 3, og er sáralítill munur á getu PS3 og nýju XBox 360 tölvunnar. Starfsmaðurinn var rekinn eftir að hafa tjáð sig.
  • Revolution, næsta tölvan frá Nintendo, lítur vel út þótt ekkert sé vitað um leikina annað en að þeir verða spilaðir með byltingarkenndri fjarstýringu. Nafnið er, samt sem áður, kjánalegt.
  • Nintendo DS er ennþá að rústa Sony PSP.
  • Ég er ekki ennþá búinn að rústa Resident Evil: Remake.
Jesús, þá er þetta komið út í opið sólskin.

Engin ummæli: