Ég labba inn á karlaklósettið. Stend við pissuskálarnar hliðina á öðrum karlmanni sem, eins og ég, losar um þvagblöðru sína. Karlmaður, búinn að gera sínar þarfir, labbar frá pissuskálinni og beint út.
Er það bara ég eða er þetta ekki alveg stórskrítið? Ég lendi alltof oft í því að sjá svona. Tíðkast það ekki hjá venjulegu fólki að þvo sér um hendurnar eftir að hafa brúkað salernið? Er það ekki svona almenn kurteisi að heilsa ekki næsta manni með úrgangsfnyk á höndunum? Er eitthvað að mér að vilja gjarnan losa mig við allar leifar klósettferðarinnar áður en ég geng út af baðherberginu?
Annars fór skólinn á æðislega sýningu að nafni Verdenshistorien. Þar var sungið og dansað í gegnum heimssöguna eins og hún leggur sig. Ekki beint djúpt sokkið niður í heimspekispælingar eða neitt þesslags, en sýningin var engu að síður þrususkemmtileg. Hefðu mátt vera fleiri kviknaktir menn. Ótrúlega flott kóregrafía (íslenskt orð til?) Mæli með henni, ef einhver ykkar er í Kaupmannhöfn.
miðvikudagur, 2. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli