miðvikudagur, 2. nóvember 2005

Besti leikur allra tíma?

Fyrir 15 árum var lögð lokahönd að fyrsta leiknum í einni mögnuðustu leikjaseríu allra tíma. En ég vill meina að framhaldið af honum hafi verið það besta. Ef þú hefur ekki spilað Monkey Island 2, hefurðu ekki lifað.

Heimilistölvan hefur verið sýkt af einhverskonar sníkjudýri frá helvíti(*). Ég kýs að kalla þetta ekki vírus, þar sem það eina sem þetta gerir er að fara í mínar fínustu með allskyns gluggum sem skjótast upp með reglulegu millibili. Tilraunir til að fjarlæga þetta kvikindi hafa verið meira en árangurslausar þar sem litla ógeðið breiðir greinlega út einhverjum skít sem garanterar því endurkomu á tölvuna um leið og mér tekst að losa mig við það. Ætli maður verði að reyna að lifa með því, eins og flestir hýslar heimssögunnar hafa gert?

Á föstudaginn höldum við til Roskilde til að gera allt annað en að hlusta á tónlist. Þar verður útileiga ársins og myndi ég bjóða ykkur öllum ef þið væruð ekki föst á litlu eyjunni ykkar.

(*) Gagnslaus fróðleikur dagsins:
Skrekksatriðið okkar í 10. bekk, sem var skapað í mínum eigin huga en framkvæmt af mörgum listamönnum, þar á meðal Þorvaldi úr Coral, hét einmitt Sníkjudýr frá Helvíti og var ætlað sem skot á harðkjarnahljómsveitir. Það vakti mikla hylli, en komst aldrei upp úr undankeppninni sökum slæmrar dómnefndar. Við endurtókum samt atriðið þrisvar það kvöld.

Engin ummæli: