mánudagur, 31. október 2005

Ó, vá

Var að enda við að horfa á Shaun of the Dead. Ég man hvað ég var alveg í stuði til að sjá hana þegar hún kom í bíó á sínum tíma. Af einhverjum ástæðum varð aldrei neitt úr því. Síðan var planið að leigja hana á DVD seinna, en það varð heldur ekkert úr því. Veit ekki hverjum ég á að kenna um það. En ég læt vera að kenna mér sjálfum um, eins og mér er svo lagið.

En ég gladdist mjög þegar Luis tilkynnti mér að nýjasta mynd filmklúbbsins yrði engin önnur en sú mynd, sneisafull af ást, gríni og uppvakningum. Og þrátt fyrir miklar væntingar varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Hún skilaði af sér á öllum sviðum. Tókst jafnvel upp með að vera örlítið alvarleg þegar ákveðnar, ónefndar persónur deyja.

Mæli eindregið með henni. Og nei, myndin hér í þessari færslu tengist ekkert kvikmyndinni sem ég spjalla um. Þetta er bara ótrúlega sæt mynd af Heiðmari Mána, litla frænda, í snjónum á Íslandi.

Engin ummæli: